Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 142 svör fundust

Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?

Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni. Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að þa...

Nánar

Hvað eru erfðaupplýsingar?

Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...

Nánar

Hvað er gen?

Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...

Nánar

Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?

Lifandi frumur geta framleitt stórar og flóknar sameindir eins og til dæmis prótín, kjarnasýrur og fjölsykrur. Þessar stóru sameindir eru meðal annars notaðar til uppbyggingar, sem hormón, viðtakar í frumuhimnum og svo framvegis. Þessar sameindir eru gerðar úr smærri grunneiningum. Grunneiningar prótína eru amínós...

Nánar

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?

Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...

Nánar

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til ...

Nánar

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

Nánar

Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?

Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...

Nánar

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?

Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...

Nánar

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

Nánar

Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...

Nánar

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

Nánar

Fleiri niðurstöður